Guðrún Hrönn

30 ágúst 2006

Nokkrar léttvægar pælingar

Býst hálft í hvoru við að allir hafi gevist upp á þessu bloggi því muni enginn lesa það en ég læt samt vaða. Allavega ég fékk frí í fyrsta tíma í morgun vegna þess að landafræði (sem mér finnst btw glatað fag en er í kjarna) kennarinn minn var að fara í lífsleikniferð á Þingvöll. Þess vegna ákvað ég að fara í blóðprufuna sem ég hef trassað að fara í í mánuð eða svo. Í rauninni er nákvæmlega ekkert merkilegt við það. Ég keirði að bílastæði borgarspítalans og gekk hálf brösulega að finna stæði. Ég tók eftir að hluti stæðanna eru gjaldskyld stæði P4 til að hafa nákvæmnina á hávegum. En ég semsagt gat hvergi lagt nema í þessi galdskyldu stæði. En ég spyr mig af hverju kostar það sama að leggja í P4 eins og P3? Mér finnst allavega að því hærri sem talan er því ódýrara ætti að vera að leggja. Ég meina ef maður leggur í P1 þá kostar það 150 kr á klukkustund. P3 og P4 er 80 kr en ég man ekki með P2. OK kannski er eitthvað voða sniðugt svar við þessu eins og það að í P4 sé engin gjaldskylda um helgar en í P3 þurfi að borga einhvern hluta úr laugardeginum.

Ég hef ekki enn náð að komast að kjarna málsins sem er sú spurning hvort nauðsynlegt sé að rukka fyrir bílastæði við landspítalann og það í Fossvogi sem er ekki beint í miðbænum. Í sannleika sagt var mér brugðið, ekki af því að ég hafi spanderað fímmtíukalli í þessa bílastæðavél heldur vegna þess að mér finnst absúrt að hafa gjaldskyldu við spítalann. Reyndar ef ég skil þetta rétt þá þarf ekki að borga fyrir stæðin fjærst spítalanum og sömuleiðis malarstæðin. Gallin var bara sá að þau voru öll upptekin. Síðan fór ég að hugsa: Hér á Íslandi þarf fólk nánast ekki að borga neitt fyrir heilbrygðisþjónustu og ætti því ekki bara að vera nánast sjálfsagt að ef fólk vill endilega koma á einkabíl á spítalann þá þurfi það að borga fyrir bílastæðið. Mér finnst það ekki sumt fólk þarf að fara oft á spítalann og gleymum því ekki að strætókerfið er lélegt.

Ég veit ég lít út fyrir að eiga ósköp óspennandi líf, búin að skrifa ágætis færslu um bílastæði! Hins vegar var helgin mjög skemmtileg. Hér eru smá stikkorð um hvað ég gerði:
Ég fór á samkomu bæði á fös- og sunkvöld
Fór út að borða með stórfjölskyldunni í tilefni af gullbrúðkaupsafmæli afa og ömmu
Ég og Jóhanna misstum af Jack London tónleikum á 11unni en ég hitti Kristó aftur eftir langan tíma auk þess sem ég hitti Bryndísi, Erlu og Sirrý en þær voru að rúnta um bæinn
Varð pínu hrædd í myrkraleik heima hjá Helene Ingu
Fór í teboð hjá Auju sem átti að hafa sjentilmannaþema ég fann ekki bindið mitt og ákvað því að fara sem dama en enginn var klæddur sem sjentilmaður og já ég hitti Auju (vildi bara aðeins ítreka það)
Sá hina margumtöluðu beljustuttmynd hans Ívars

Þar til síðar...