Guðrún Hrönn

25 október 2006

Snýst í hringi

Ég hef ekki hugmynd um hvar ég að byrja ég fór í vetrarfríinu í MH til Stavanger á Ny generasjon 10 års jublium fest. Það var frábært. Svo fór ég á alfa helgi um helgina það var líka mjög fínt. Nennig ekkert að skrifa meira um það akkúrat núna en það þýðir samt ekki að þessar ferðir hafi ekki verið frábærar og margt spennandi að gerast.

Einn vinur minn sagði við mig á mánudaginn þegar við fórum á sub way í kringlunni að ég hugsaði svo mikið að ég tæki ekki einu sinni eftir því að ég væri að hugsa. Til að gera langa sögu stutta þá gefur þetta nokkuð góða mynd af lífi mínu þessa dagana, mér finnst ég bara snúast í hringi. Um daginn var ég á netinu að tékka á flugi til Sidney því ég ætlaði að fara í þennan skóla http://www2.hillsong.com/college/home.asp. Allavega nokkrum dögum seinna var ég viss um að það væri Guðs vilji að ég færí í YWAM skóla í Hollandi. Í millitíðinni datt mér í hug að fara til Noregs og í gærkvöldi hélt ég það væri svaka snjöll hugmynd að flytja ti l Vestmannaeyja. Allavega mér er sagt að biðja en mér finnst það bara snúa mér í ennþá hraðari og stærri hringi.

Kommentið...