Guðrún Hrönn

13 september 2006

Þjóðhildur gætir þú selt mér steinasörla

Ég ákvað að senda inn nokkrar myndir frá Ítalíu. Enginn sérstakur tilgangur með þeim en ein mynd segir meira en þúsund orð svo þetta blogg ætti að vera rúmlega þrjúþúsund.


Hérna er ég í fjallgöngu með mömmu
Þetta erum við Birna í bæ nálagt þar sem við höfðumst við

Við mæðgurnar á góðri stund í bakgrunn sjást sítrónugerðarmannvirki
 Posted by Picasa

06 september 2006

Aumingjaskapur og dulítið merkilegra

Mér er illt í hálsinum og held að ég sé að verða veik. Síðan er ég að fara í endajaxlatöku á fös. í efri góm. Ok að vísu er ekki víst að hann taki þessar tennur en hann ætlar allavega að kíkja á það.

Ég er búin að afreka það að velja mér ritgerðarefni fyrir sögu 303 ritgerðina mína og það er: Vín fyrir saltfisk verslun Íslendinga og Spánverja. Ég verð hins vegar að játa að pabbi valdi þetta eiginlega fyrir mig ég sýndi honum listann og spurði hann hvað ég ætti að taka. Já ég veit ég er eiginlega orðin og gömul fyrir svona lagað. En hey ég ákvað að fara ekki á busaballið í kvöld. Sem er gott því mér líður ekki vel.

Næstu helgi er Ný kynslóð kikk off mót sem ég er bara þokkalega spennt fyrir. Það byrjar með samkomu í fíló á föstudag og svo verður einhver dagskrá á laugardeginum meðal annars vatnsslagur (sem ég btw veit ekki alveg hvað mér finnst um). Og á laugardagskvöld verður svo aftur samkoma. Sem ég ætla að beila á því Jóhanna og Arndís ætla að halda afmælisboð fyrir okkur fjórar (þ.e.a.s. tveir gestgjafar og tveir gestir fullkomið jafnvægi). Hins vegar er spurning hvort Bjössa kæró hennar Hafdísar sé boðið en það kemur bara í ljós og mun þá væntanlega rugla jafnvægið. Nema ég nái mér í kærasta fyrir þann tíma... Sem ég býst ekki við.

Tóti fór Austur á Eyjólfstaði í dag og af því tilefni (s.s. til að kveðja hann) hittist stór hluti af UNIK (unglingastarf íslensku kristkirkjunnar) á Rugby Tuesday í gærkvöld. Ég var látin vita af þessu þegar ég var nýbúin að borða kvöldmat svo ég fékk mér bara franskar. Einhverjir horfðu svo á Rock Star en við Jóhann og Ásta fórum bara heim eftir að við höfðum farið með krökkunum á snæland.

Ég hef soldið verið að hugsa um það sem Ívar var að segja um að við ættum að sýna öðrum virðingu og að allir menn væru jafn réttháir fyrir Guði. Hvernig stendur á því að ég ber mismikla virðingu fyrir fólki. Ég komst að því og mér finnst ekkert gaman að viðurkenna það að ég ber t.d. meiri virðingu fyrir þeim sem eru vinsælli en aðrir eða þeim sem mér einhverja hluta vegna líkar betur við, finnst skemmtilegri, gávaðari og jafnvel fallegri en sumir. Ég var mjög meðvituð um það að gera ekki svona upp á milli fólks áðan þegar ég var inni á Miklagarði (Hátíðarsal MH) áðan að horfa á busamyndina. Já busadagurinn var sem sagt í dag. Gaman að því. En það sem ég vildi segja er bara það að Jesú var einu sinni spurður að því hvað væri hið æðsta boðorð. Þið hafið öll heyrt þetta oft en þetta er líka mikilvægt. Fyrst svarar hann með því að við eigum að elska Drottinn af öllu hjarta okkar, allri sálu okkar og öllum huga okkar. Síðan segir hann að það sé annað þessu líkt en það er: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.

Þannig að ef við hugsum niður til einhvers, hugsum að hún eða hann sé leiðinleg(ur), vitlaus eða ekki kúl þá erum við að brjóta þetta boðorð. Það sem við verðum að gera er að elska náunga okkar, og koma vel fram við fólkið í kringum okkur. Það er ekki nóg að koma með einhver yfirborðskennd elkulegheit, segja hæææj og kreista fram bros því fólk sér í gegn um það. Kærleikurinn verður að koma ynnan frá, frá hjartanu.

Elskum hvort annað:D

Guð blessi

Guðrún