Ha ha haaaa!!!
Lol
Smellið bara á titilinn á þessu bloggi;)
Já, sumt fólk hugsar ekki...
Ég hef ekki hugmynd um hvar ég að byrja ég fór í vetrarfríinu í MH til Stavanger á Ny generasjon 10 års jublium fest. Það var frábært. Svo fór ég á alfa helgi um helgina það var líka mjög fínt. Nennig ekkert að skrifa meira um það akkúrat núna en það þýðir samt ekki að þessar ferðir hafi ekki verið frábærar og margt spennandi að gerast.
Mér er illt í hálsinum og held að ég sé að verða veik. Síðan er ég að fara í endajaxlatöku á fös. í efri góm. Ok að vísu er ekki víst að hann taki þessar tennur en hann ætlar allavega að kíkja á það.
Býst hálft í hvoru við að allir hafi gevist upp á þessu bloggi því muni enginn lesa það en ég læt samt vaða. Allavega ég fékk frí í fyrsta tíma í morgun vegna þess að landafræði (sem mér finnst btw glatað fag en er í kjarna) kennarinn minn var að fara í lífsleikniferð á Þingvöll. Þess vegna ákvað ég að fara í blóðprufuna sem ég hef trassað að fara í í mánuð eða svo. Í rauninni er nákvæmlega ekkert merkilegt við það. Ég keirði að bílastæði borgarspítalans og gekk hálf brösulega að finna stæði. Ég tók eftir að hluti stæðanna eru gjaldskyld stæði P4 til að hafa nákvæmnina á hávegum. En ég semsagt gat hvergi lagt nema í þessi galdskyldu stæði. En ég spyr mig af hverju kostar það sama að leggja í P4 eins og P3? Mér finnst allavega að því hærri sem talan er því ódýrara ætti að vera að leggja. Ég meina ef maður leggur í P1 þá kostar það 150 kr á klukkustund. P3 og P4 er 80 kr en ég man ekki með P2. OK kannski er eitthvað voða sniðugt svar við þessu eins og það að í P4 sé engin gjaldskylda um helgar en í P3 þurfi að borga einhvern hluta úr laugardeginum.
Við ætlum að semja dans við Lag með muse sem heitir New Born...